Einingarkubbar (Heimilissett)
1 2

Einingarkubbar (Heimilissett)

VerðfyrirspurnTil baka
Einingakubbar
Krumma býður upp sett af einingarkubbunum sem er ætlað heimilisnotkun. Í settinu eru 53 kubbar.
Einingakubbarnir eru hannaðir af Caroline Pratt, uppeldisfrömuði, sem stofnaði eigin skóla "City and Country School” í New York.
Ýtarleg umfjöllun um notkun einingakubba í grunn- og leikskólum má sjá á netsíðu Ástu Egilsdóttur, http://astaegils.is.
 
Umfjöllun um notkun kubbanna í stærðfræði:
Heimild: Ásta Egilsdóttir, http://astaegils.is

Í kubbastarfi vinna börn m.a. með:

 • samanburð á fjölda – grundvallarhugtökin meira en, minna en, jafnt og.
 • fjöldahugtök – margir, fáir, fleiri en, færri en, jafnmargir.
 • talnaröðina – einn, tveir, þrír…
 • tengsl hluta og heildar – samsettar stærðir, hlutföll.
 • stærðargildi kubbanna – stærri en, minni en, jafnstór.
 • jafngildi stærðar – tveir eða fleiri kubbar geta verið ígildi eins kubbs og öfugt
 • jafngildi lengdar, t.d. þegar börn átta sig á því að tvær sams konar línur haldast jafnlangar þó þeim sé raðað á mismunandi hátt og að línur geta verið jafnlangar þó þær hafi mismunandi horn eða lögun.
 • jafngildi rúmmáls, t.d. að tveir fersterndingar jafngilda einum grunnkubbi og að það breytist ekkert þó svo annar þeirrra sé lagður ofan á hinn.
 • varðveislu svæðis – börn leita fyrirmynda úr umhverfinu þegar þau afmarka svæði í byggingum sínum og verða að gera varðveitt myndina í huga sér til að geta komið henni í áþreifanlegt form.
 • eiginleika tví- og þrívíðra forma – t.d. virka hliðarfletir kubba sem eru orðnir hluti af byggingum sem tvívíð form.
 • samanburð á flatarmyndum og þrívíðum formum – þegar börn raða kubb í hillu taka þau mið af flatarmynd sem sýnir þann hliðarflöt sem lýsir helst eiginleikum kubbsins
 • flatarmál – hvaða fletir falla vel saman…tryggja bestu undirstöðuna…eru bestir í þök/veggi?
 • mismunandi form – horn af mismunandi stærðargráðum verða til þegar börn afmarka svæði.
 • rúmfræðilegar færslur – hliðrun, speglun, snúningar
 • samhverfu og munstur – hluti af stigskiptri þróun byggingaferlisins – þökun og mynsturgerð fer gjarnan saman þar sem börnin nota fleiri en eina gerð kubba til að þekja fleti, lárétt eða lóðrétt. 
 • mismunandi sjónarhorn – vegna hinna þríviðu eiginleika kubbanna breytist útlit þeirra eftir því hvernig þeir snúa.
 • staðsetningu – Hvar eru kubbarnir miðað við…? Hvar er ég miðað við…?
 • fjarlægðir – byggingar stækka og minnka eftir því hvort börnin eru nálægt þeim eða í fjarlægð frá þeim.
 • lóðrétt/lárétt – kubbum er raðað lóðrétt eða lárétt
 • rými – kubbarnir taka ákveðið rými – byggingar taka mismikið rými – börnin vinna í ákveðnu rými og þurfa að gæta þess að reka sig ekki í byggingar – eykur líkamsvitund

Athugið að afhendingartími getur farið upp í 4-6 vikur.