Vandaður ruslabíll úr beyki frá Fagus.
Bíllinn er mjög öruggur fyrir börn, þar sem engar skrúfur, naglar eða hefti eru notuð við smíðina á honum.
Bíllinn er enn fremur CE vottaður og hefur hlotið Spiel Gut stimpilinn.
Fagus notar eingöngu vatnsleysanlega og eiturefnalausa málningu á sínar vörur.
Hægt er að stýra bílnum og tvær tréfígúrur fylgja bílnum. Hægt er að skorða ruslaföturnar af og velta þeim til að tæma inn í bílinn.
Hentar börnum frá 3 ára aldri.
Lengd bílsins eru 43 cm.
Bíllinn er framleiddur í Þýskalandi.