Stólarnir eru gerðir úr tvöfaldri skel af pólýprópýlen sem er hol að innan og gefur eftir. Þetta veldur því að stóllinn virkar eins og hann sé bólstraður, en er í senn endingargóður og vinnuhollur. Stóllinn hentar vel í skólastofur, bókasöfn, samkomurými og heilbrigðisstofnanir.
Kiboo stólarnir koma með 10 ára ábyrgð og eru GS prófaðir.
Auðvelt er að hreinsa stólana, til dæmis með sótthreinsiklútum. Vökvar komast ekki inn í skelina.
Gat í stólbakinu auðveldar að færa stólana til.
Hægt er að fá 5 aðrar gerðir af Kiboo stólum, svo sem staflanlega, með 4 fótum, með fótstigi og fleira.
Kiboo hækkanlegu stólarnir koma í tveim stærðum:
Minni - 558042: Hæð á sæti: 36-46 cm, Breidd sætis: 33 cm, Dýpt sætis 49,5 cm
Stærri - 558052: Hæð á sæti: 41-53 cm, Breidd sætis: 42 cm, Dýpt sætis 62 cm
K804 - Tandori rauður
K803 - Saffron appelsínugulur
K801 - Lime grænn
K802 - Riviera blár
K805 - Atmosphere grár
K806 - Eternity grár

Einnig er hægt að fá stólana með mismunandi hjólum, eða án hjóla, eftir því hvernig gólfefni er á staðnum
