Bänfer stauravarnir / hornvarnir
1 2 3 4 5

Bänfer stauravarnir / hornvarnir

Fyrirspurn / pöntunTil baka
Varnir frá þýska framleiðandanum Bänfer.
Bänfer er þýskt fyrirtæki sem hefur um árabil sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á íþróttadýnum,  ýmis konar vörum tengdum íþróttaiðkun, og vegg- og staurahlífum.

Fyrirtækið leggur sig fram um að vera með framúrskarindi gæði á vörum sínum og hefur viðskiptavininn í fyrirúmi.
Varnirnar henta vel fyrir leikskóla, frístundaheimili, íþróttasali, barnahorn og alls staðar þar sem er mikil notkun.

Vörurnar eru úr þéttum og léttum svamp (frauði), klæddar mjúku plastefni (Tarpulin).  Plastið inniheldur ekki þalöt.

VIÐ ERUM EKKI MEÐ ÞESSAR VÖRUR Á LAGER  -  SÉRPÖNTUN 

Vinkill / horn - rautt:    Notað á dyrastafi, horn á veggjum / staurum, kanta sem er hægt að detta á.  Þykkt á svampi er 30mm.
Vinkillinn er festur með sterkum frönskum rennilás, á borða sem er búið að setja á staðinn, sem þarf að verja.
Litir sem er hægt að velja um:
-  hvítur, ljósbrúnn (beige), ljósgrænn, dökkgrænn, ljósblár, dökkblár, fjólublár, rauður, appelsínugulur, gulur, svartur.
Stærð:  L800 x 180 x 180 mm


Ferningur - gulur:       Notað utan um súlur, staura.  Þykkt á svampi er 30mm
Ferningurinn er festur saman á samskeytunum með sterkum frönskum rennilás.
Litir sem er hægt að velja um:
-  hvítur, ljósbrúnn (beige), ljósgrænn, dökkgrænn, ljósblár, dökkblár, fjólublár, rauður, appelsínugulur, gulur, svartur.
Stærð:  L800 mm

Vörn fyrir I bita - blátt:      Þykkt á svampi er 50-100 mm.   Litur sem er í boði er blár.
Hringurinn er festur saman á samskeytunum með sterkum frönskum rennilás.
Stærð:  L800 x 400 x 240 mm