BERG trampólín - almennar upplýsingar
1 2 3 4 5 6 7

BERG trampólín - almennar upplýsingar

UpplýsingarTil baka
Trampólínin frá BERG eru ein þau bestu og vönduðustu á markaðnum.
Öryggi og gæði eru í fyrirrúmi hjá framleiðandanum.
Það er hægt að fá varahluti fyrir BERG trampólínin.

Munur milli dýrra og ódýrra trampólína:
  • Grindin á BERG trampólínunum er úr galvaniseruðu stáli, rörin eru þykk og sterk. BERG trampólínin eru þung og þar af leiðandi mjög stöðug.  Samskeyti þar sem fætur koma eru styrktir og eiga ekki að gefa sig.
  • Hlífin yfir gormana er mjög góð.  Svampurinn er breiður, þannig að hann leggst vel yfir gormana og hann er líka það þykkur að það er hægt að ganga eftir brúninni, án þess að stíga niður í gormana.  Svampurinn er líka þykkur yfir grindinni sjálfri, þannig að ef sá sem er að hoppa skellur niður á brúnina, þá er hún vel varin.  Svampurinn er klæddur þykku vönduðum vinyldúk (eins og þekkist í íþróttasölum).  Gormahlífin liggur líka vel og feykist ekki um í vindi.
  • Hoppdúkurinn er þykkur (þykkari en á ódýrari týpum) og hann er stamari, þannig að sá sem er að hoppa, rennur síður til.  Tengingar þar sem gormarnir koma í dúkinn eru öflugar og þykkar.
  • Gormarnir eru yfirleitt lengri á dýrari trampólínum og gefa betri og jafnari fjöðrun.  Gormar í BERG trampólínum eru úr galvaniseruðu stáli og hver gormur þolir 50 kg !
- Favorit trampólínin eru með 1 gorm úr grind í hoppudúk, úr hveri tengingu.  Gormahlífin er 10mm þykk, 20mm yfir grindinni.
- Champion trampólínin eru með 2 gorma úr grind í hoppudúk úr hverri tengingu.  Gormahlífin er 30mm þykk.
- Elite+ trampólínin eru með 2 gorma úr grind í hoppudúk úr hverri tengingu.  Gormahlífin er 30mm þykk og er stífust af þessum þrem.

Jarðlægu trampólinin frá BERG eru með net undir trampólíninu, sem kemur í veg fyrir að leikföng og annað fari undir trampólínið og festist þar.

Framleiðendur hjá BERG mæla með því að ef ekki á að nota trampólínið í mjög langan tíma (t.d yfir vetramánuðina), þá sé gott að geyma það á þurrum stað.