Segulstafir úr tré og myndir í álboxi
1

Segulstafir úr tré og myndir í álboxi

8.500 kr.
Fjöldi:

Til baka
Þetta sett er gott í enskukennsluna / námið.
Álbox með segulstöfum úr tré.
Botninn í boxinu er með línum og þar er gott að æfa sig að búa til orð og setningar.
Inniheldur 180 lágstafi og 12 pappaspjöld með texta og myndum til að vinna eftir.
Þessi útgáfa er ensk (myndin sem fylgir er af þýsku boxi)
7 línur í botninum á boxinu þar sem er hægt að æfa sig í að gera orð og setningar.
Öðru megin á spjöldunum eru orð og hinu megin eru myndir.
Nemandinn leggur spjaldið niður með myndina upp og reynir að stafa orðið rétt.  Þetta eykur bæði orðaforða og æfir stafsetningu.
Þegar öll orðin hafa verið mynduð, er spjaldinu snúið við til að athuga hvernig gekk að leysa verkefnið.

6 ára+

Boxið er 18 x 32 cm.
ATH!  Varan inniheldur segul.  Ef segull er gleyptur, getur hann valdið alvarlegum skaða.  Leitið strax til læknis.